„Tuttugu prósent barna lenda í kynferðislegu ofbeldi, og ég hugsa jafnvel að talan sé hærri,“ segir Regína Jensdóttir, lögfræðingur hjá Evrópuráðinu, í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.
„Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í gegnum netið er gjörsamlega að valta yfir allt. Þetta er faraldur í heiminum í dag,“ segir Regína en hún vinnur að bættum mannréttindum barna í Evrópu.
Regína segir margt hafa áunnist í gegnum árin og meðal annars hefur Barnahús breytt miklu fyrir börn sem sætt hafa ofbeldi.