Lík fannst utandyra í Breiðholti eftir að tilkynning þess efnis barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir hádegi í gær.
Vinnur nú miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að því að bera kennsl á líkið, ásamt kennslanefnd lögreglustjóra. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Dalvegi.
Útlit er fyrir að líkið hafi verið í nokkra mánuði þar sem það fannst, í gróðurlendi í Breiðholti en ekki hafa enn verið borin kennsl á líkið og engar upplýsingar fást um þann látna að svo stöddu en Vísir greindi fyrst frá málinu.