Skemmtiferðaskip í Reykjavíkurhöfn

Le Belliot siglir um þessar mundir við Íslandsstrendur.
Le Belliot siglir um þessar mundir við Íslandsstrendur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot tók á móti 250 farþegum frá Frakklandi á miðvikudaginn var en skipið hefur verið við Íslandsstrendur síðan 12. júlí.

Farþegar skipsins komu með flugi til landsins og ferðuðust frá Keflavíkurflugvelli að Miðbakka, þar sem skipið hefur fest landfestar á 7 til 8 daga fresti frá júlíbyrjun. Áhöfn skipsins skipa 180 manns.

„Farþegar fara ekki í land heldur eru fluttir beint í skipið frá Keflavíkurflugvelli,“ segir Karl Lárus Hjaltested, starfsmaður Faxaflóahafna, í Morgunblaðinu í dag. Farþegar gangast undir skimun eins og aðrir við komuna til landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert