Skoða breytingar á bótum

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Hari

Breytingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta eru til skoðunar hjá stjórnvöldum en niðurstaða þeirrar athugunar mun ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir því að grunnatvinnuleysisbætur, sem nú eru 289.510 kr. á mánuði, verði hækkaðar og tekjutenging bótanna, sem nú nær til þriggja mánaða, verði lengd til að koma til móts við stóran hóp fólks sem fyrirséð er að fari á atvinnuleysisskrá á næstunni er uppsagnarfresti sleppir.

Um möguleg viðbrögð stjórnvalda vill Ásmundur sem minnst segja, annað en að þetta sé allt til skoðunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert