Langar raðir mynduðust við sýnatökutjaldið

Raðir mynduðust við sýnatökutjaldið á Suðurlandsbraut.
Raðir mynduðust við sýnatökutjaldið á Suðurlandsbraut. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Raðir mynduðust við sýna­tökutjald Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu við Suður­lands­braut í dag. 

Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir að um skipu­lags­mál sé að ræða en ekki óvenjumarg­ar sýna­tök­ur. 

„Það eru frek­ar mörg sýni sem á að taka í dag, aðeins fleiri en í gær, og svo er fólk kannski ekki al­veg ná­kvæm­lega á rétt­um tíma svo skipu­lagið get­ur aðeins riðlast. Fólk er oft í fyrra fall­inu og þá get­ur verið smá mikið svona til að byrja með,“ seg­ir Óskar. 

Raðir mynduðust við sýnatökutjaldið á Suðurlandsbraut.
Raðir mynduðust við sýna­tökutjaldið á Suður­lands­braut. mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

„Við bætt­um við fólki svo að þetta ætti að geta gengið aðeins hraðar.“

Óskar seg­ir að um helg­ar séu mörg ein­kenna­sýni tek­in og svo hjá þeim sem fara í seinni skimun eft­ir kom­una til lands­ins. Hann seg­ir þörf­ina fyr­ir starfs­fólk í Kefla­vík vera minni en var og því sé verið að flytja fólk þaðan. 

Áætlað er að enn fleiri sýni verði tek­in á morg­un. 

„Það er bara verið að fara yfir skipu­lagið núna til að passa upp á að allt gangi vel. Þetta lít­ur oft mikið út en eru kannski ekk­ert endi­lega svo marg­ir,“ seg­ir Óskar.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert