Dalamenn mótmæla hærra verði

Mikil óánægja er meðal heimamanna að sögn Skúla.
Mikil óánægja er meðal heimamanna að sögn Skúla. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við getum ekki látið bjóða okkur þetta,“ segir Skúli Hreinn Guðbjörnsson, formaður bæjarráðs Dalabyggðar, um verðhækkanir í kjölfar þess að Samkaup ákvað í vor að breyta verslun sinni í Búðardal úr Kjörbúð í Krambúð.

Hann segir að samkvæmt verðkönnun sem hann framkvæmdi sjálfur á 52 vörunúmerum hafi verðlag í búðinni hækkað um 25%, sem sé „himinn og haf“ frá þeirri 7,7% verðhækkun sem Samkaup hafi gert ráð fyrir við breytingarnar.

Skúli segir í Morgunblaðinu í dag, að mikil óánægja sé á meðal heimamanna og „allir sem maður talar við“, hafi að mestu hætt viðskiptum við Krambúðina, nema brýna nauðsyn reki til. Íbúar geri sér frekar ferð til Borgarness eða Stykkishólms til að kaupa inn til heimilisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert