Eitt staðfest smit á Eir

Sá smitaði var í vinnu í síðustu viku og hafa …
Sá smitaði var í vinnu í síðustu viku og hafa þeir farið í sýnatöku sem taldir eru hafa verið útsettir fyrir smiti. Þá eru allir sem starfsmaðurinn sinnti og hann umgekkst komnir í sóttkví. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn starfsmaður á dagdvöl fyrir heilabilaða á Eir í Grafarvogi hefur verið greindur með COVID-19. Af þeim sökum var dagdvölin lokuð í dag og verður jafnframt lokuð í fyrramálið. RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Kristínu Högnadóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunarsviðs á Eir, Hömrum, Skjóli og öryggisíbúðum Eirar, að stjórnendur muni funda um stöðuna í fyrramálið og ákveða næstu skref þá. 

Sá smitaði var í vinnu í síðustu viku og hafa þeir farið í sýnatöku sem taldir eru hafa verið útsettir fyrir smiti. Þá eru allir sem starfsmaðurinn sinnti og hann umgekkst komnir í sóttkví. 

Í fyrramálið verða allir íbúar Eirar skimaðir fyrir veirunni og segir Kristín að ef allir reynist neikvæðir verði hægt að aflétta sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert