Flóknasta byggingarframkvæmd Íslandssögunnar

Landspítalinn hefur gefið út 6 mínútna langt myndband þar sem greint er frá stöðu innan Landspítala vegna undirbúnings framkvæmda við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Landspítalans.

20 mínútna útgáfa af myndbandinu var gefin út í mars á Vimeo.

Í myndbandinu segir að uppbygging Landspítalaþorpsins við Hringbraut sé tæknilega flóknasta byggingarframkvæmd Íslandssögunnar, en þar er rætt við einstaklinga sem koma að skipulagningu, hönnun og framkvæmd verksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka