Reiði ríkir meðal félagsmanna

Álver Norðuráls á Grundartanga.
Álver Norðuráls á Grundartanga. mbl.is/Árni Sæberg

„Við ætlum ekki að taka þátt í lagaklækjum af hálfu fyrirtækisins til að takmarka og torvelda þann takmarkaða verkfallsrétt sem starfsmenn hafa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um skriflega áskorun Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Norðuráls, þess efnis að boðuðu yfirvinnubanni verði aflýst.

Vilhjálmur segir að samkvæmt kjarasamningi hafi félagsmenn sem starfa hjá Norðuráli takmarkaðan verkfallsrétt, sem birtist m.a. í því að boða þurfi verkfall með a.m.k. þriggja mánaða fyrirvara.

Hann segir samningsaðila þeirra líta svo á að yfirvinnubann sem hefjast átti 1. september, sé í eðli sínu verkfall og því ekki löglega boðað. Hjá verkalýðsfélaginu ætli menn ekki að elta ólar við lagaklæki heldur að efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um verkfall 1. desember. „Það eina sem þetta framferði skilar sér í er að auka samstöðu verkafólks,“ segir Vilhjálmur og bendir á að verkfall hafi þegar verið samþykkt með 97% atkvæða.

Vilhjálmur rekur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að kjaraviðræður hafi staðið í níu mánuði og hvorki hafi gengið né rekið. Hann segir kröfur verkalýðsfélagsins lúta eingöngu að því að ákvæði lífskjarasamningsins verði uppfyllt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert