SÁÁ gæti fært sig á Kjalarnes

Einar Hermannsson, formaður SÁÁ.
Einar Hermannsson, formaður SÁÁ. mbl.is/Sigurður Bogi

Uppi eru hugmyndir innan SÁÁ um að reisa sjúkrahúsbyggingu á Kjalarnesi sem kæmi í stað Vogs á Stórhöfða í Reykjavík. Að mati Einars Hermannssonar, formanns SÁÁ, myndi margvíslegt hagræði nást við slíka framkvæmd, þótt málið sé enn á byrjunarstigi.

Vegna kórónuveirunnar og aðstæðna á Vogi þurfti að fækka rúmum þar úr 60 í 40 rúm og verður sá háttur hafður um sinn. Á sjúkrahúsinu eru um 2.200 innlagnir á ári í afeitrunarmeðferð. Talan verður þó væntanlega lægri í ár.

Á Vík á Kjalarnesi, þar sem eftirmeðferð fer fram, er rýmra um allt og þar geta 60 manns verið á hverjum tíma. Ótalin er þá starfsemi á göngudeildum SÁÁ við Efstaleiti í Reykjavík og á Akureyri. Þangað koma allt að 27 þúsund manns á ári í viðtöl hjá ráðgjöfum og læknum svo sem í eftirmeðferð, á hópafundi, viðtöl og fleira. Þá er mikið leitað til þriggja sálfræðinga sem sinna meðferð og þjónustu við börn foreldra eða aðstandenda með fíknisjúkdóma.

„Ef barn elst upp í fjölskyldu alkóhólista geta áhrifin verið skaðleg,“ segir Einar í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag. „Meiri hætta á því en ella að barnið sjálft fái þá þennan sjúkdóm. Því er til mikils að vinna með starfi sálfræðinga, sem bjóða átta viðtöl og ýmis verkefni sem við vitum að gera börnum og ungmennum í þessum aðstæðum gott.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert