Stefna á opnun nýrrar sorporkustöðvar í Eyjum

Sturtað úr sorpbíl.
Sturtað úr sorpbíl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er nánast enginn lífrænn úrgangur í þessu og flutt í lokuðum gámum,“ segir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, um þá umræðu sem skapast hefur um ódaun í Herjólfi vegna flutninga á sorpi og fiski.

Ólafur segir að frá því að sorpbrennslustöð bæjarins hafi verið lokað árið 2012 hafi sorp verið flokkað í Eyjum. Lífrænn úrgangur verði eftir en endurvinnsluefni og almennt sorp sé flutt til fastalandsins til frekari úrvinnslu.

Þessu lýsir Ólafur sem kostnaðarsömu og fremur óumhverfisvænu ferli og því hafi síðustu misserin verið unnið að því að koma á fót nýrri sorporkustöð, sem með nútímastöðlum geti brennt stærstan hluta þess sorps sem leggst til á eyjunni í dag og jafnframt nýtt þann varma sem gefst til húshitunar í bænum. Ferlið er nú í umhverfismati en Ólafur segist vonast til þess að hægt verði að semja um verkið nú í vetur.

Áætlaðan byggingartíma metur hann 18-24 mánuði. Kostnaður hlaupi á í kringum 400 milljónir króna. sighvaturb@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert