Karlmaður sem lagður var inn á gjörgæsludeild Landspítala í byrjun mánaðar og var þar í öndunarvél vegna COVID-19 er útskrifaður af sjúkrahúsi.
Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna.
Enn fremur kom fram í máli Kamillu að einn hefði verið lagður inn á sjúkrahús fyrir helgi en um er að ræða karlmann á áttræðisaldri. Hann er enn inniliggjandi en ekki á gjörgæslu.