Fallist á kæru vegna útboðs ritfanga

mbl.is/Styrmir Kári

Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að Akureyrarbær megi ekki ganga til samninga við fyrirtækið Egilsson ehf. um kaup á ritföngum og námsgögnum fyrir skóla bæjarins á grundvelli útboðs frá því í vor.

Var fallist á kæru Pennans ehf. um að framkvæmd útboðsins hefði verið ábótavant. Útboðsgögn hefðu veitt bjóðendum takmarkaðar upplýsingar um þær gæðakröfur sem gerðar voru og að við matið hefði að hluta til verið litið til sjónarmiða sem ekki mátti lesa út úr gögnunum.

Um var að ræða svokallað örútboð þar sem óskað var tilboða í ýmis ritföng og námsgögn fyrir grunnskóla bæjarins. Voru útboðsgögn send fjórum fyrirtækjum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert