Ólíklegt að áhrifa gæti hér

Sizewell orkuverið í Suffolk.
Sizewell orkuverið í Suffolk. mbl.is/

Þótt möguleiki sé á umhverfisslysi vegna byggingar og starfrækslu stórs kjarnorkuvers á ströndinni í Suffolk á Englandi telur Skipulagsstofnun ólíklegt að áhrifa frá slíku þriðjukynslóðarkjarnorkuveri, í rúmlega 1.600 kílómetra fjarlægð, gæti á Íslandi.

Stjórnvöld fengu tilkynningu frá breskum stjórnvöldum um áform um byggingu 3.340 MW kjarnorkuvers á austurströnd Englands og var boðið að senda inn athugasemdir vegna umhverfismatsferlis.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar hér var að framkvæmdin hefði ekki umtalsverð umhverfisáhrif hér á landi. Þó var vakin athygli á því að meiri háttar óhöpp og hamfarir gætu haft umtalsverð áhrif á hafinu í kringum Ísland, meðal annars á stofna makríls og vorgotssíldar.

Rifjuð voru upp áhrif óhappa í endurvinnslustöðvunum í Sellafield í Skotlandi og La Hague í Frakklandi en þau leiddu til geislavirkni í norðurhöfum sem talið er að gæta muni á hafsvæðum Íslands eftir fáein ár. Lagt var til að fjallað verði um slík óhöpp í umsóknarferlinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert