Ósátt við mikla hækkun á skólamat

Krakkar í Valhúsaskóla greiða nú hærra verð fyrir skólamatinn.
Krakkar í Valhúsaskóla greiða nú hærra verð fyrir skólamatinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er ansi köld kveðja til barnafólks á Seltjarnarnesi,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi.

Bæjaryfirvöld sögðu í vor upp starfsfólki sem séð hefur um matreiðslu í skólum og leikskóla bæjarins. Eftir útboð var samið við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar í skólum bæjarins.

Skólasetning var í gær og nú er komið á daginn að foreldrar þurfa að punga út mun hærri fjárhæðum fyrir mat en verið hefur. Auk þess má sjá á heimasíðu Skólamatar að af þeim sveitarfélögum sem fyrirtækið þjónustar er verðið langhæst á Seltjarnarnesi. Hver máltíð í áskrift kostar þar 655 krónur en lægst er verðið í Suðurnesjabæ, 310 krónur. Talsverð umræða hefur skapast um þetta í spjallhópum foreldra í bænum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert