Annað smit tengt Borgarseli

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Annað smit hefur komið upp í tengslum við smit starfsmanns á Borgarseli, dagþjálfun fyrir heilabilaða sem rekin er af Eir hjúkrunarheimili. Starfsmaðurinn greindist á fimmtudaginn í síðustu viku.

Í samráði við sóttvarnalækni, rakningarteymið og aðstandendur skjólstæðinga Borgarsels var ákveðið að opna á ný fyrir þá skjólstæðinga sem sjúkdóms síns vegna eiga erfitt með að vera einir heima allan daginn.

Vegna smits innan þess hóps er leitað leiða til að finna aðrar lausnir fyrir þennan viðkvæma hóp.

Þrír skjólstæðingar Borgarsels og fjórir starfsmenn eru áfram í sóttkví. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert