Heilmiklar ráðstafanir á Alþingi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþingi kemur saman á morgun, í stubbnum svonefnda, en þar á meðal annars að taka fyrir breytingar á fjármálastefnu ríkisins. Steingrímur J. Sigfússon þingforseti segir að heilmiklar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt núgildandi reglum mega 100 manns koma saman og halda þarf tveggja metra reglu. Því er ljóst að ekki er hægt að sitja í hverju sæti í þingsalnum en Steingrímur segir að þingfundasvæðið hafi verið stækkað.

„Við höfum meðal annars fengið sóttvarnalækni og almannavarnir í heimsókn og haft þau með í ráðum,“ segir Steingrímur.

Hann bætir við að Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, staðgeng­ill sótt­varna­lækn­is, muni síðan koma á Alþingi síðar í dag og taka út þær ráðstafanir sem gerðar hafi verið.

Allt muni þetta síðan birtast fólki þegar fundahald hefst á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert