„Þetta datt inn á sunnudag,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, eftir að sá áfangi náðist að skipið gengur eingöngu fyrir rafmagni.
Í skipinu eru 528 rafhlöður en skipta þurfi um skinnur í þeim, sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur.
Guðbjartur segir í Morgunblaðinu í dag að einstaka rafhlöðustæður séu fjarlægðar meðan unnið sé að viðgerðum, en að það komi ekki í veg fyrir að skipið geti gengið fyrir rafmagni einu saman og því ferli muni ljúka fljótlega. Hleðslustöðvar eru bæði í Vestmannaeyjum og í Landeyjahöfn og segir Guðbjartur að svo lengi sem skipið sigli þar á milli dugi rafhleðslan ein og sér.