Jarðskjálfti upp á 3,7 stig á Reykjanesi

Mælitæki fylgjast með hræringum við Þorbjörn. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið …
Mælitæki fylgjast með hræringum við Þorbjörn. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga, nú síðast við Fagradalsfjall. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 varð 2,9 kíló­metra aust­ur af Fagra­dals­fjalli um klukkan korter í tvö í dag. Skjálft­inn varð á sex kíló­metra dýpi og fannst hann víða á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og norður á Akranes.

Nokkr­ir minni eft­ir­skjálft­ar urðu í kjöl­farið, sá stærsti 1,2 að stærð.

Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall undanfarinn mánuð, en öflug jarðskjálftahrina hófst þar þann 19. júlí. Ríflega 5000 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá, sá stærsti 5 að stærð þann 20. júlí. Þessi virkni er líklega af völdum spennubreytinga vegna endurtekinna kvikuinnskota á Reykjanesskaga sem hófst í lok janúar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert