Kirkjan missti áhugann

Krossinn var reistur við Úlfljótsvatn í tilefni af heimsókn páfa …
Krossinn var reistur við Úlfljótsvatn í tilefni af heimsókn páfa 1989. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kaþólskt munkaklaustur sem til stóð að reisa í landi Skógræktarfélags Íslands að Úlfljótsvatni fyrir nokkrum árum er ekki lengur á dagskrá. Þetta staðfestir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins.

Fyrir um sex árum kom fram í fjölmiðlum að til stæði að ganga frá langtímasamningi á milli Skógræktarfélagsins og kaþólsku kirkjunnar um munkaklaustur að Úlfljótsvatni. Það átti að vera annexía frá aldagömlu klaustri Benediktsmunka í Normandí í Frakklandi.

Komu þrír fulltrúar klaustursins hingað til lands, þar á meðal ábótinn, og könnuðu staðhætti. Normandí-klaustrið rekur eitt slíkt útibú í Kanada, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðin í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert