Borgin stundi undirboð og hirði bestu verkin

Malbikunarstöðin Höfði. Borgarsjóður Reykjavíkur hefur rekið stöðina síðustu ár.
Malbikunarstöðin Höfði. Borgarsjóður Reykjavíkur hefur rekið stöðina síðustu ár. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Þeir hafa selt okkur efni á háu verði og bjóða svo í framhaldinu í sömu verk á verði sem ekki er hægt að keppa við,“ segir Vilhjálmur Þór Matthíasson, eigandi malbikunarfyrirtækisins Fagverks.

Vísar hann í máli sínu til Malbikunarstöðvarinnar Höfða sem er í eigu borgarsjóðs Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur undanfarin ár keppt við fyrirtæki á einkamarkaði. Að sögn Vilhjálms er erfitt að keppa við malbikunarstöðina.

„Þeir hafa alltaf komist upp með að selja okkur efni á verði sem er mjög hátt. Síðan bjóða þeir lægra verð í verkin. Þeir borga í raun með sér í vinnuliðnum,“ segir Vilhjálmur sem undrast mjög vinnubrögð fyrirtækisins. Hann hafi því fundið sig knúinn til að mæta samkeppni borgarsjóðs. „Þeir taka alltaf bestu verkin þannig að ég fór og reisti sjálfur malbikunarstöð. Búið er að setja stöðina upp þannig að ég er kominn í beina samkeppni við þá,“ segir Vilhjálmur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert