Vel hefur gengið að vigta, skrá og koma pysjum aftur til sjávar í Vestmannaeyjum það sem af er sumri.
Vegna samkomutakmarkana býðst fólki ekki lengur að vigta og merkja pysjurnar hjá svokölluðu pysjueftirliti, heldur er boðið upp á að vigta þær heima og skrá í gegnum vefsíðuna lundi.is. Tæplega 2.000 pysjur hafa nú verið skráðar.
„Við gerðum ekki ráð fyrir að sjá neitt sérstaklega margar pysjur í ár þar sem við tókum eftir því að æxlun lunda virtist minni en vanalega. Hins vegar hefur gengið bara ágætlega að safna upplýsingum í ár.“ Þetta segir Audrey Padgett hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja í samtali í umfjöllun um pysjusleppingar í Morgunblaðinnu í dag.