Hljóðbókahljóðver spretta víða upp

Vinsældir hljóðbóka aukast hratt og hljóðverum fjölgar.
Vinsældir hljóðbóka aukast hratt og hljóðverum fjölgar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mér fannst engin skynsemi í öðru en að setja sjálfur upp hljóðver. Með þeim hætti get ég átt ráðstöfunarrétt yfir upptökunum í framtíðinni og jafnframt tryggt ásættanleg gæði í lestrinum,“ segir Jónas Sigurgeirsson, bókaútgefandi hjá Bókafélaginu.

Mikið líf er nú að færast í útgáfu hljóðbóka á Íslandi. Sífellt fleiri bækur eru hljóðritaðar samfara auknum vinsældum þessa útgáfuforms og hafa margir útgefendur ákveðið að sjá sjálfir um framleiðslu hljóðbókanna í stað þess að fela öðrum verkið. Áfram má þó búast við því að hljóðbækur komi út einhverju síðar en prentuð útgáfa þeirra.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá nýtur streymisveitan Storytel sífellt vaxandi vinsælda. Margir útgefendur hafa til þessa framselt hljóðbókaréttinn til Storytel og þar með falið fyrirtækinu gerð hljóðbóka. Það þýðir að Storytel á réttinn að upptökunni, sem hugnast ekki öllum.

Með því að sjá sjálfir um framleiðsluna hafa þeir yfirráðarétt yfir verkinu, geta til að mynda selt það bæði á Storytel og annars staðar kjósi þeir svo. Jónas kom sér upp hljóðveri fyrr á árinu og er hann með hljóðmann á sínum snærum sem sér til þess að vandað er til verka, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert