Ólýsanleg tilfinning á Hraundranga

Sævar og Sara Dögg komin á topp Hraundranga.
Sævar og Sara Dögg komin á topp Hraundranga. mbl.is/Jökull Bergmann

„Tilfinningin að hafa tekist þetta er ólýsanleg,“ segir Sævar Helgason á Akureyri. Þau Sævar og Sara Dögg Pétursdóttir eiginkona hans klifu Hraundranga í Öxnadal undir forystu Jökuls Bergmanns fjallaleiðsögumanns sl. þriðjudag.

Alls tók þau um sex klukkutíma að komast úr Hörgárdal á toppinn. Fyrst var gengið upp í um 1.000 metra hæð um brekkur og skriður, en svo lagt í snarbratt hamrastál. „25. ágúst 2020 verður einn af stóru dögunum í lífi okkar,“ segir Sævar í frásögn af klifrinu í Morgunblaðinu í dag.

Hraundrangi er 1.075 m hár og blasir við þegar ekið er um Hringveginn í Öxnadal. Tindurinn var lengi talinn ókleifur en var sigraður 5. ágúst 1956. Síðan þá hafa margir farið á fjallið og Jökull Bergmann á að baki 30 ferðir frá 1993.

Sævar Helgason og Sara Dögg Pétursdóttir á leiðinni upp brattann, …
Sævar Helgason og Sara Dögg Pétursdóttir á leiðinni upp brattann, og vissara að fara með gát. mbl.is/Jökull Bergmann
Hjónin sigri hrósandi að lokinni fjallgöngu.
Hjónin sigri hrósandi að lokinni fjallgöngu. mbl.is/Jökull Bergmann
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert