Opna Demantshringinn 6. september

Demantshringurinn verður formlega sunnudaginn 6. september.
Demantshringurinn verður formlega sunnudaginn 6. september. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands

Opn­un­ar­hátíð Dem­ants­hrings­ins, sem fara átti fram á laug­ar­dag­inn síðastliðinn, verður hald­in sunnu­dag­inn 6. sept­em­ber á Detti­foss­vegi í ná­grenni við Húsa­vík. Full­trú­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar verða á opn­un­ar­hátíðinni sem hefst með ávarpi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra.  

Ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir og Kristján Þór Júlí­us­son, munu klippa borða og opna þar með dem­ants­hring­inn með form­leg­um hætti.

Dem­ants­hring­ur­inn er 250 kíló­metra lang­ur hring­veg­ur á Norður­landi, sem fer fram­hjá Goðafossi, Mý­vatni, Detti­fossi, Ásbyrgi og Húsa­vík. Markaðsstofa Norður­lands hvet­ur fólk í ferðaþjón­ustu sér­stak­lega til að koma á viðburðinn en vegna fjölda­tak­mark­ana þurfa gest­ir að skrá sig á viðburðinn á vef Markaðsstofu Norður­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka