Skuggasnigill dafnar, en fáir spánarsniglar

Á Eyrarbakka. Lítill munur getur verið á litarafti skuggasnigils og …
Á Eyrarbakka. Lítill munur getur verið á litarafti skuggasnigils og ungum spánarsniglum, en væntanlega er skuggasnigill þarna á ferð í húsagarði. Ljósmynd/Helgi Hermannsson

Litlar eða engar fréttir hafa borist Náttúrufræðistofnun af spánarsniglum nú síðsumars, samkvæmt upplýsingum Erlings Ólafssonar skordýrafræðings.

Hins vegar hefur skuggasnigill spjarað sig undanfarin ár og notið góðs af betri tíð og lengri sumrum en áður, að ógleymdri síaukinni grósku í görðum og næsta umhverfi fólks. Hlýnun loftslags er skuggasnigli hagstæð, segir Erling.

Hérlendis fundust spánarsniglar fyrst í Kópavogi 2003 og síðan hafa verið árvissar fréttir af þeim víða um land. Þeir verða með stærstu sniglum, allt að 15 sentimetra langir, og eru mikil átvögl sem éta um hálfa þyngd sína á dag. Á matseðlinum er nánast allt lífrænt sem á vegi snigilsins verður.

Snemmsumars var tilkynnt um fjóra spánarsnigla til Náttúrufræðistofnunar, þrír þeirra voru í Reykjavík. Erling segir að spánarsnigill hafi aldrei náð blómaskeiði hérlendis, hafi í mesta lagi haft það þokkalegt með tímabundnum og staðbundnum stærri skotum hér og þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert