Veðurbarið verk Ásmundar lagað

Sveinn Markússon, hér til vinstri, sýnir Viktori Smára Sæmundssyni skemmdir …
Sveinn Markússon, hér til vinstri, sýnir Viktori Smára Sæmundssyni skemmdir á Þórshamri. mbl.is/Árni Sæberg

Viðgerðir standa nú yfir á Þórshamri, listaverki Ásmundar Sveinssonar. Verkið er frá 1962 og er í eigu Listasafns Reykjavíkur en það hefur verið í láni síðan 2007 hjá Listasafni Reykjanesbæjar.

Verkið er ansi veðurbarið að sögn Sveins Markússonar málmsmiðs, en hann var fenginn til þess „lappa upp á“ verk Ásmundar eins og hann segir sjálfur í Morgunblaðinu í dag.

„Það er orðið ryðgað á nokkrum stöðum en er samt í merkilega góðu standi miðað við aldur. Verkið er frá 1962 en svo er rekaviðurinn í verkinu líklega eldri. Í raun veit enginn hvað hann er gamall.“ Sveinn segir að bera þurfi olíu á viðinn svo hann varðveitist betur.

Sigurður Traustason hjá Listasafni Reykjavíkur segir í samtali við Morgunblaðið að ekki liggi fyrir hvar og hvenær verkið verður sýnt næst. Þó séu allar líkur á að verkið verði til sýnis í Reykjavík að lokinni viðgerð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert