Hafa vitneskju um hver maðurinn er

Maður á gangi kom að líkinu í Hólahverfi.
Maður á gangi kom að líkinu í Hólahverfi. mbl.is/Golli

Líkið sem fannst í Breiðholti fyrir viku er talið vera af eldri manni. Kennslanefnd á þó enn eftir að ljúka störfum og er málið í rannsókn. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. 

Málið er á borði miðlægrar deildar lögreglunnar. Ekki náðist í lögreglumenn sem starfa innan hennar við vinnslu fréttarinnar. 

Það var full­orðinn maður á gangi sem fann líkið við Hóla­hverfi í Breiðholti laust fyr­ir há­degi 21. ágúst síðastliðinn. Hann hafði verið á gangi í skógi neðan við hverfið þegar hann kom að lík­inu og hafði sam­band við lög­reglu. 

Líkið fannst í brekku við Erlu­hóla á svæði sem er gróðri þakið og samkvæmt síðustu upplýsingum sem mbl.is hefur fengið um málið er ekki ósenni­legt að líkið hafi verið þar um nokk­urra mánaða skeið. Þá hefur til þessa ekki verið talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Uppfært kl. 13.20:

Miðlæg deild lögreglunnar hafði samband við mbl.is og sagði kennslanefnd ríkislögreglustjóra enn að störfum vegna líkfundarins og því væri ekki búið að bera kennsl á líkið, eins og mbl.is hafði áður greint frá eftir samtal við aðalvarðstjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert