Eldflaug fær verðlaun

Eldflaug Skyrora fer á loft frá Sauðanesi á Langanesi.
Eldflaug Skyrora fer á loft frá Sauðanesi á Langanesi. Ljósmynd/Skyrora

Könnunarsafnið á Húsavík hefur verðlaunað skoska fyrirtækið Skyrora fyrir þróun á umhverfisvænu eldsneyti fyrir eldflaugar. Þetta er er í sjötta sinn sem safnið á Húsavík veitir verðlaun sín, kennd við landkönnuðinn Leif Eiríksson.

Skyrora skaut fyrr í mánuðinum á loft tilraunaeldflaug frá Sauðanesi á Langanesi og stefnir að frekari verkefnum hér á landi. Eldflaugarskotið var unnið í samvinnu við Geimvísinda- og tækniskrifstofuna.

Könnunarsafnið verðlaunaði við sama tækifæri grísk-kanadíska landkönnuðinn George Kourounis, auk Jeff Blumenfeld og dr. Ulyana Horodyskyj fyrir störf að landkönnun, segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert