Vatnið lyktar meira en vant er

Tilkynningar hafa borist úr Kópavogi og Hafnarfirði.
Tilkynningar hafa borist úr Kópavogi og Hafnarfirði. mbl.is

Til­kynn­ing­ar hafa borist Veit­um um að meiri lykt sé af heita vatn­inu í Kópa­vogi og Hafnar­f­irði en vant er. mbl.is hef­ur fengið ábend­ing­ar um að um hver­a­lykt sé að ræða. Veit­ur kanna nú hvað þessu veld­ur en lík­lega teng­ist lykt­in viðhaldi á Nesja­valla­virkj­un. Eng­in hætta er á ferðum, sam­kvæmt upp­lýs­inga­full­trúa Veitna. 

„Við erum að fá inn ein­hverj­ar til­kynn­ing­ar um að það sé meiri lykt af heita vatn­inu. Við erum að kanna hvað veld­ur,“ seg­ir Ólöf Snæhólm Bald­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Veitna. 

Vatn úr einni af meg­inæðum höfuðborg­ar­svæðis­ins

„Við erum í viðhaldi á Nesja­valla­virkj­un þannig að núna kem­ur allt heita vatnið frá Hell­is­heiðar­virkj­un, ekki báðum eins og venju­lega. Við höf­um gert þetta áður og það hef­ur ekki valdið þessu. Það gæti verið að þessi breyt­ing hafi orðið til þess að eitt­hvað hafi breyst eða lykt­in hafi auk­ist.“

Vatnið kem­ur úr Suðuræð, einni af meg­inæðum höfuðborg­ar­svæðis­ins, en Veit­ur þurftu að loka fyr­ir hana um dag­inn með þeim af­leiðing­um að heita­vatns­laust var í hluta höfuðborg­ar­svæðis­ins. Viðhaldið á Nesja­valla­virkj­un teng­ist ekki þeirri lok­un, að sögn Ólaf­ar sem seg­ir enga hættu á ferðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert