1,6 milljarðar í lán til ferðaskrifstofa

Gestir og heimamenn njóta sólarinnar á strönd Palma á Mallorca.
Gestir og heimamenn njóta sólarinnar á strönd Palma á Mallorca. AFP

„Umsóknir eru færri en ég hafði búist við,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri um ásókn ferðaskrifstofa í Ferðaábyrgðarsjóð, en alls hafa 23 fyrirtæki sótt um samtals 1,6 milljarða króna að láni úr sjóðnum.

Ferðaábyrgðarsjóður var settur á fót í sumar og hefur það að marki að lána ferðaskrifstofum sem ekki geta staðið undir lögboðnum endurgreiðslum á pakkaferðum sem hefur verið aflýst eða þær afbókaðar vegna heimsfaraldursins.

Skarphéðinn segir aðspurður að ekki hafi verið vitað með vissu hve þörfin væri mikil. Gert hafi verið ráð fyrir því að vandinn gæti verið um fjórir milljarðar króna.

Lánin eru eingöngu til þess að efna skuldbindingar gagnvart ferðamönnum og þröngar skorður gilda um lánshæfi. Miðað er við ferðir sem átti að fara á tímabilinu 12. mars til 31. júlí, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert