Andlát: Þóra Hallgrímsson

Þóra Hallgrímsson.
Þóra Hallgrímsson. Ljósmynd/Aðsend

Þóra Hall­gríms­son at­hafna­kona er lát­in, níræð að aldri. Þóra var eig­in­kona Björgólfs Guðmunds­son­ar kaup­sýslu­manns. Þau gengu í hjóna­band árið 1963.

Þóra eignaðist fimm börn: Örn Friðrik Clausen, f. 1951, d. 2020. Hall­grím Björgólfs­son, f. 1954, Mar­gréti Björgólfs­dótt­ur, f. 1955, d. 1989, Bentínu Björgólfs­dótt­ur, f. 1957, og Björgólf Thor Björgólfs­son, f. 1967. Fyrsti eig­inmaður Þóru var Hauk­ur Clausen, f. 1928, d. 2003. Þau skildu. Þóra gift­ist síðar Geor­ge Lincoln Rockwell. Þau skildu. Af­kom­end­ur Þóru eru 23 tals­ins.

Þóra fædd­ist í Reykja­vík, dótt­ir hjón­anna Hall­gríms Fr. Hall­gríms­son­ar, for­stjóra Skelj­ungs og aðalræðismanns Kan­ada, og Mar­grét­ar Þor­bjarg­ar Thors. Mar­grét var dótt­ir Thors Jen­sen at­hafna­manns og Mar­grét­ar Þor­bjarg­ar Kristjáns­dótt­ur og syst­ir Ólafs Thors for­sæt­is­ráðherra. 

Björgólfur Guðmundsson, systurnar Þóra og Elína Hallgrímsson og Ragnar Guðmundsson …
Björgólf­ur Guðmunds­son, syst­urn­ar Þóra og El­ína Hall­gríms­son og Ragn­ar Guðmunds­son eig­inmaður El­ínu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þóra fór í heima­vist­ar­skóla í Bretlandi, Ab­bots Hill School, við stríðslok árið 1945. Í kjöl­farið flutti hún til London þar sem hún lagði stund á frek­ara nám við St. Godric's Col­l­e­ge. Þaðan fór hún til Banda­ríkj­anna þar sem hún nam við Centerary School. Þessi náms­ár henn­ar er­lend­is á unga aldri við stríðslok höfðu mót­andi áhrif á hana enda ástandið afar erfitt á Englandi á þess­um tíma eft­ir sprengjuregn árum sam­an. 

Þóra starfaði í Útvegs­banka Íslands og síðar, ásamt hús­móður­störf­um, vann hún að mál­efn­um Sálar­rann­sókn­ar­fé­lags Íslands og Hvat­ar, fé­lags sjálf­stæðis­k­venna.  

Í viðtali við Lifðu núna sem birt­ist fyrr á ár­inu sagði Þóra að hún hefði ekki hafa viljað binda sig í fé­lags­skap þar sem hún hefði skyld­um að gegna því hún hefði verið mikið á ferðalög­um um æv­ina. Hún hefði látið leik­fimi og brids nægja því þar skipti minna máli ef meðlim­ir mættu ekki alltaf því það væri varamaður til taks. Hún sagði að það væri hins veg­ar svo skemmti­legt að hitta „stelp­urn­ar“ að meðlim­ir mættu nán­ast alltaf nema um veik­indi væri að ræða.

Þegar Þóra var beðin í viðtal­inu að gefa fólki ráð eft­ir langa ævi sagðist hún vilja minna alla á að reyna af fremsta megni að njóta hvers tíma­bils því alltaf væri hægt að sjá ljósu hliðarn­ar.

„Lífið býður okk­ur upp á svo mis­mun­andi aðstæður á mis­mun­andi tím­um,“ sagði Þóra. „Stund­um hef ég hikað og hugsað með mér: Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætl­ast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hef­ur yf­ir­leitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sann­ar­lega gott að ég upp­lifði þetta þótt það hafi verið erfitt á meðan á því stóð.“

Niðurstaðan var því sú að Þóra hefði lært eitt­hvað af öllu því sem henti hana um æv­ina. „Maður sér það bara ekki á meðan hlut­irn­ir eru að ger­ast en öll él birt­ir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað kom­ast ekki all­ir far­sæl­lega út úr líf­inu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En von­andi erum við svo lán­söm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið hepp­in,“ seg­ir Þóra í viðtali við Lifðu núna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert