Fleiri afbókanir eftir helgi

Skemmtiferðaskip verða fá í ár.
Skemmtiferðaskip verða fá í ár.

Þótt enn séu skráðar átján komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur það sem eftir er árs er ekki búist við að af þeim verði. Skipafélögin eru jafnt og þétt að afbóka skipakomur í september og október.

Þannig á Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna, von á fleiri afbókunum strax eftir helgi.

190 skemmtiferðaskip komu til hafna Faxaflóahafna á síðasta ári, flest til Reykjavíkur, með nærri 189 þúsund farþega. Var það metár og áður en kórónuveirufaraldurinn byrjaði að herja var búist við nýju metári í ár. Fá skip komu í sumar, flest í smærri kantinum. Fólk hafði lítinn áhuga á þessum ferðamáta á tímum kórónuveiru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert