Vísuðu kærunni frá

Mosfellingar fá malbikunarstöðina Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, í …
Mosfellingar fá malbikunarstöðina Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, í næsta nágrenni við sig. mbl.is/Arnþór Birkisson

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Mosfellsbæjar vegna malbikunarstöðvar sem Reykjavíkurborg hefur heimilað á lóð borgarinnar við Esjumela á Kjalarnesi.

Segir nefndin að Mosfellsbær geti ekki talist aðili að málinu í skilningi laga. Um er að ræða malbikunarstöðina Höfða sem er í eigu borgarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Mosfellsbær hafði bent á að verið væri að gera breytingar á landnotkun, sem ákveðin hefði verið í aðalskipulagi, með deiliskipulagstillögu sem ekki hefði verið kynnt sveitarfélaginu þótt hún gæti haft mengun í för með sér. Lóð malbikunarstöðvarinnar sé nálægt sveitarfélagamörkunum og í næsta nágrenni við stóra íbúðabyggð Mosfellsbæjar. Aðeins sé um einn km milli nýrrar malbikunarstöðvar og þéttrar byggðar. Starfsemin hafi einnig í för með sér neikvæð sjónræn áhrif auk neikvæðra umhverfisáhrifa sem gætu skert gæði útivistar fyrir nærliggjandi svæði sem margir höfuðborgarbúar nýti sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert