„Hann er með hníf!“

00:00
00:00

Harka­leg hópslags­mál brut­ust út í Banka­stræti á ell­efta tím­an­um í gær­kvöldi. Um leið voru þau mjög fjöl­menn og bæði ís­lensk­ir og er­lend­ir menn börðust, sem í sum­um til­vik­um leiddi til al­var­legra áverka. Eng­inn er þó í lífs­hættu.

Frá­sögn fólks sem mbl.is hef­ur rætt við stemm­ir við það sem sést í mynd­band­inu að ofan, að mik­ill fjöldi manna tókst á og af hörku. Allt Banka­strætið var und­ir­lagt af átök­un­um og sagði einn sem mbl.is ræddi við að hann hefði á löng­um skemmtana­lífs­ferli aldrei séð önn­ur eins slags­mál. 

Þrír fóru á sjúkrahús eftir slagsmál í miðbæ Reykjavíkur í …
Þrír fóru á sjúkra­hús eft­ir slags­mál í miðbæ Reykja­vík­ur í gær. Fjór­ir voru yf­ir­heyrðir en ekki hef­ur verið farið fram á gæslu­v­arðhald yfir nein­um. Ljós­mynd/​Skjá­skot

Gler­flösk­um var kastað í fólk og á ein­hverj­um tíma­punkti heyrðist að sögn sjón­ar­vott­ar æpt: „He has a kni­fe.“ Ekki hef­ur feng­ist staðfest að hníf­um hafi verið beitt en lög­regl­an hef­ur gefið út að talið sé að ein­hverj­ir hafi verið með eggvopn.

mbl.is veit til þess að í það minnsta einn slasaðist al­var­lega og fór á sjúkra­hús eft­ir mikla blæðingu. Tveir enn fóru á sjúkra­hús. Mar­geir Sveins­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn seg­ir að meiðsli þess­ara manna séu ekki al­var­leg en um skurði og rot hafi verið að ræða í ein­hverj­um til­vik­um.

Reyndu fyrst að stilla til friðar

Eft­ir að átök­in höfðu brot­ist út lágu ein­hverj­ir um hríð al­blóðugir í göt­unni þar sem gang­andi veg­far­end­ur og aðrir hlúðu að þeim uns aðstoð barst.

Af vettvangi kl. 23.10.
Af vett­vangi kl. 23.10. Ljós­mynd/​Aðsend

Sam­kvæmt sjón­ar­votti á staðnum beind­ust aðgerðir lög­reglu fram­an af fyrst og fremst að því að stilla til friðar og því náðist ekki að taka hönd­um menn sem þó hefðu aug­ljós­lega tekið þátt í slags­mál­un­um. Mar­geir seg­ir þetta rétt: „Við erum enn að reyna að ná utan um þetta. Þetta var tals­verður fjöldi sem var þarna á ferð,“ seg­ir hann.

Ekki hef­ur verið farið fram á gæslu­v­arðhald yfir nein­um en fjór­ir hafa verið yf­ir­heyrðir. Menn­irn­ir sem í hlut áttu voru bæði ís­lensk­ir og albansk­ir.

Í mynd­band­inu hef­ur hljóð verið fjar­lægt á sum­um stöðum svo að ekki sé unnt að greina hver tek­ur mynd­bandið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert