Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, staðfesti við mbl.is að 285 manns hjá fjórum fyrirtækjum hefði verið sagt upp í hópuppsögnum þessi mánaðamótin. Fram kom í fréttum mbl.is fyrr í dag að bæði Herjólfur og Fríhöfnin ehf. hefðu gripið til hópuppsagna.
Öllum starfsmönnum Herjólfs var sagt upp en 62 hjá Fríhöfninni. Á föstudag var 133 sagt upp hjá Isavia.