Gráreynir valinn tré ársins

Frá útnefningu trés ársins að Skógum í Þorskafirði.
Frá útnefningu trés ársins að Skógum í Þorskafirði.

Hefur bognað en ekki brotnað. Þetta sagði Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, þegar tré ársins 2020 var útnefnt við hátíðlega athöfn á Skógum í Þorskafirði í Reykhólasveit sl. laugardag.

Umrætt tré er gráreynir, 5,9 m á hæð, með þvermál í hnéhæð 26,5 cm en 17,3 í brjósthæð, en þar hefur tréð skipst í tvo stofna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Að útnefna tré ársins er áralöng hefð í starfi Skógræktarfélags Íslands. Með því er ætlunin að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert