Kartöflurnar eru nú í veldisvexti

Helgi Jóhannsson á Sílastöðum stendur við sekkinn á upptökuvélinni.
Helgi Jóhannsson á Sílastöðum stendur við sekkinn á upptökuvélinni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fólk á bæjunum Sílastöðum og Einarsstöðum í Kræklinghlíð norðan við Akureyri vann í görðunum alla helgina við að taka upp kartöflur, sem nú eru fullsprottnar.

Á þessum bæjum er þess vænst að fá 300-400 tonn af afurðum úr mold, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag .

Í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, helstu kartöflusveit landsins, er reiknað með að uppskerustörf hefjist af krafti í vikunni. Meðan ekki gerir næturfrost standa grös þó áfram og kartöflurnar eru í veldisvexti þegar svo stendur á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert