Nýr kross reistur í Biskupsbrekku

Frá vígslu minnisvarðans í gær. Páll Guðmundsson á Húsafelli lék …
Frá vígslu minnisvarðans í gær. Páll Guðmundsson á Húsafelli lék á steinhörpuna og sr. Kristján Björnsson Skálholtsbiskup annaðist vígsluna, að viðstöddum Agnesi Sigurðardóttur biskup, sr. Geir Waage og fleiri gestum. mbl.is/Atli Rúnar Halldórsson

Nýjum krossi ásamt minnisvarða um herra Jón Vídalín Skálholtsbiskup hefur verið komið fyrir í Biskupsbrekku við Uxahryggjaveg (Kaldadalsveg).

Forgöngu um verkið hefur Skálholtsfélagið haft með fjárhagsstuðningi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Athöfn var í Þingvallakirkju, hér er Kristján Skálholtsbiskup á tali …
Athöfn var í Þingvallakirkju, hér er Kristján Skálholtsbiskup á tali við hjónin Sverri Gunnlaugsson og Kolbrúnu Þorsteinsdóttur. Þau voru heiðursgestir við vígsluna. Sverrir var um árabil skipstjóri á Jóni Vídalín VE. Sagði sr. Kristján að Sverrir væri eina mann Íslandssögunnar sem hefði tekist að hafa stjórn á Jóni Vídalín! mbl.is/Atli Rúnar Halldórsson

Jón Vídalín var á nokkrum vetrarvertíðum í Eyjum á sínum tíma og lengi átti Vinnslustöðin togara sem bar nafn hans. Minnisvarðinn er mynd af ásjónu biskupsins sem Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur klappað í stein.

Þetta kemur fram á vef þjóðkirkjunnar, kirkjan.is. Tilefnið er 300. ártíð Jóns Vídalín en hann var fæddur 21. mars 1666 og lést á ferðalagi í Biskupsbrekku 30. ágúst 1720. Hann var þá á leið til jarðarfarar mágs síns, séra Þórðar Jónssonar.

Nýja krossinum komið fyrir í Biskupsbrekku. Hann er sex metra …
Nýja krossinum komið fyrir í Biskupsbrekku. Hann er sex metra langur. Ljósmynd/kirkjan.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert