Tilslakanir til skoðunar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Til skoðunar er að slaka á sótt­varn­a­regl­um vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar inn­an­lands. Leggja þarf fram nýj­ar til­lög­ur að aðgerðum til heil­brigðisráðherra eft­ir viku. 

Fram kom í máli Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag, að hann vænti þess að hægt verði að slaka á tak­mörk­un­um vegna veirunn­ar inn­an­lands bráðlega. Hann seg­ir mik­il­vægt að áfram verði skimað á landa­mær­um með ein­hverju móti. 

Þórólf­ur seg­ir að vika sé í að ný aug­lýs­ing heil­brigðisráðherra vegna sótt­varnaaðgerða verði að vera gef­in út. Því sé nú unnið að gerð nýrra til­laga. Varðandi aðgerðir á landa­mær­um sagðist Þórólf­ur ekki telja það rétt að fara of geyst í að aflétta þeim tak­mörk­un­um sem í gildi eru á meðan aðrar þjóðir séu að herða regl­ur. Hann seg­ir að það kunni vel að vera að sam­fé­lagið sé til­búið að fara í svipað ástand og var í byrj­un sum­ars, en mik­il­vægt er að ekki sé farið of hratt í aflétt­ingu aðgerða. 

Í fram­haldi af til­slök­un­um inn­an­lands seg­ir Þórólf­ur að hægt sé að skoða til­slak­an­ir á aðgerðum við landa­mær­in. Þar sé allt til skoðunar, meðal ann­ars að annað fyr­ir­komu­lag verði fyr­ir er­lenda ferðamenn en þá sem hafa hér rík­is­fang. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert