Alvarlegt bílslys við Stóru-Giljá

Myndin er úr safni Morgunblaðsins.
Myndin er úr safni Morgunblaðsins. mbl.is/RAX

Kona var flutt með sjúkra­flugi á Land­spít­al­ann í morg­un eft­ir að hafa velt bif­reið sinni skammt frá bæn­um Stóru-Giljá í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu. 

Að sögn varðstjóra í lög­regl­unni á Blönduósi var kon­an flutt með sjúkra­bif­reið á Sauðár­krók og þaðan með sjúkra­flugi á Land­spít­al­ann. Ekki er vitað um líðan henn­ar. 

Veg­far­end­ur komu kon­unni strax til aðstoðar en vitni voru að slys­inu sem varð upp úr klukk­an átta í morg­un. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slys verður á þess­um veg­arkafla en ekki er vitað hvers vegna kon­an missti stjórn á bif­reiðinni. 

Bif­reiðin er gjör­ónýt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert