Kona var flutt með sjúkraflugi á Landspítalann í morgun eftir að hafa velt bifreið sinni skammt frá bænum Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu.
Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Blönduósi var konan flutt með sjúkrabifreið á Sauðárkrók og þaðan með sjúkraflugi á Landspítalann. Ekki er vitað um líðan hennar.
Vegfarendur komu konunni strax til aðstoðar en vitni voru að slysinu sem varð upp úr klukkan átta í morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slys verður á þessum vegarkafla en ekki er vitað hvers vegna konan missti stjórn á bifreiðinni.
Bifreiðin er gjörónýt.