Ernir hættir Eyjaflugi

Dornier-flugvél Ernis á flugvellinum í Eyjum.
Dornier-flugvél Ernis á flugvellinum í Eyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Stjórn­end­ur flug­fé­lags­ins Ern­is hafa ákveðið að hætta flugi til Vest­manna­eyja og síðasta ferðin þangað verður á föstu­dag, 4. sept­em­ber.

„Flug á þess­ari leið hef­ur ekki borið sig og því er í raun sjálf­hætt,“ seg­ir Hörður Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Ern­is, í sam­tali við mbl.is.

Ern­ir tók við flugi til Eyja í ág­úst­byrj­un 2010, eða um líkt leyti og Land­eyja­höfn, þangað sem Herjólf­ur sigl­ir nú, var tek­in í notk­un.

„Þegar best lét voru farþegar okk­ar á þess­ari leið 18 til 20 þúsund á ári en hef­ur fækkað mikið síðan. Sér­stak­lega hef­ur það gerst núna í ástand­inu sem kór­ónu­veir­an skap­ar,“ seg­ir Hörður.

Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri Ernis.
Hörður Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri Ern­is. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Geta komið aft­ur inn í flugið

Í Eyja­flugi Ern­is hafa verið jöfn­um hönd­um Jet­stream-skrúfuþotur, sem taka allt að 19 manns, og Dornier 328 sem tek­ur 32 farþega. Þegar best lét hélt fé­lagið uppi dag­leg­um ferðum til Eyja og fór þangað jafn­vel þris­var á dag. Að und­an­förnu hafa ferðirn­ar verið fimm á viku.

„Sam­legðaráhrif af ann­arri starf­semi hafa gert okk­ur mögu­legt að fljúga til Eyja. Við get­um komið aft­ur inn í flug á þess­ari leið með skömm­um fyr­ir­vara ef aðstæður breyt­ast, en þá þarf tals­vert að koma til.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert