Fimm ný innanlandssmit greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og hjá Íslenskri erfðagreiningu í gær. Allir fimm voru í sóttkví við greiningu.
Fjögur smit greindust við landamæraskimun. Tveir voru með mótefni og beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá hinum.
Þetta kemur fram á covid.is.
Einstaklingar í einangrun eru nú 99 og 848 í sóttkví.