Í sumar hófust framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ og eru þær nú langt á veg komnar.
Hafa vegagerðarmenn höggvið í bergið við veginn svo að koma megi fyrir hinum breikkaða vegi, en framkvæmdalok eru áætluð á fullveldisdaginn 1. desember næstkomandi og verður um mikla bragarbót að ræða fyrir vegfarendur.