„Hagstæðasta leiðin gerð ómöguleg“

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi framkvæmdir borgarinnar umhverfis Sundabraut …
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi framkvæmdir borgarinnar umhverfis Sundabraut í fyrirspurnatíma í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Nú ligg­ur fyr­ir að hag­stæðasta leið Sunda­braut­ar hef­ur verið gerð ómögu­leg vegna skipu­lags borg­ar­inn­ar við Voga­byggð,“ sagði Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag þar sem óund­ir­bún­ar fyr­ir­spurn­ir voru í fyrsta sinn tekn­ar fyr­ir. 

Gagn­rýndi Eyþór að borg­in hafi heim­ilað mann­virki við veg­stæði Sunda­braut­ar og hafið fram­kvæmd­ir sem þrengi að veg­stæði braut­ar­inn­ar.

„Þetta er þvert á yf­ir­lýs­ing­ar borg­ar­stjóra frá ár­inu 2006 en þar sagði hann orðrétt: „Lagn­ing Sunda­braut­ar er al­gjört for­gangs­verk­efni í okk­ar aug­um.“ Jafn­framt lagði Sam­fylk­ing­in áherslu á að braut­in lægi ekki ná­lægt íbúðabyggð,“ sagði Eyþór og hélt áfram: 

Enn frem­ur hafi Reykja­vík­ur­borg lofað í sam­komu­lagi sem nefnt hef­ur verið „Blá­bók­in“, und­ir­rituðu af Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, að borg­ar­stjórn muni beita sér fyr­ir því að lagn­ing Sunda­braut­ar verði um Elliðaár­vog, Grafar­vog, Geld­inga­nes, Álfs­nes og Kolla­fjörð.

„Síðan eru liðin 23 ár, að lang­mestu leyti und­ir stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en ekk­ert hef­ur gerst nema það að borg­in hef­ur þrengt að Sunda­braut með aukn­um til­kostnaði og fækk­un hag­stæðra val­kosta fyr­ir legu Sunda­braut­ar. 

Nú er liðið ár síðan borg­ar­stjóri skrifaði und­ir sam­göngusátt­mála og ekk­ert hef­ur verið gert til að efna þess­ar skyld­ur borg­ar­inn­ar,“ sagði Eyþór.

Verið sé að skoða Sunda­braut í göng­um og á lág­brú 

Svaraði Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri því að gott væri að minna á að sam­göngusátt­mál­inn fjallaði um fram­kvæmd­ir upp á 120 millj­arða í sam­vinnu sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu og rík­is­ins. 

„Sunda­braut, sem hér er nefnd, er ekki fjár­mögnuð inn­an sátt­mál­ans en það er rétt að sátt­mál­inn kveður á um að tryggja teng­ing­ar við hana. Það hef­ur frá upp­hafi verið gert ráð fyr­ir því að hún verði ein­hvers kon­ar einkafram­kvæmd og borguð að stór­um hluta með veg­gjöld­um,“ sagði hann og hélt áfram:

„Það sem borg­ar­full­trú­inn kall­ar bestu leiðina var mjög um­deilt beggja vegna Elliðaár­vogs, þ.e.a.s. í Grafar­vogi ann­ars veg­ar og hins veg­ar í Laug­ar­dal og eft­ir ít­ar­legt sam­ráðsferli árið 2005 til 2008 var það niðurstaðan að stefna Reyja­vík­ur­borg­ar væri að Sunda­braut væri best í göng­um,“ sagði hann. Niðurstaðan hafi verið þver­póli­tísk og byggði á sam­ráði, bæði við Vega­gerðina og íbúa. 

Því næst sneri Dag­ur sér að Sunda­braut­inni og sagði þau mál­efni vera í traust­um far­vegi, þar sem verið væri að skoða Sunda­braut í göng­um ann­ars veg­ar og á lág­brú hins veg­ar. 

„Sunda­braut fór á nokkra bið eft­ir hrun og henni voru ætlaðir pen­ing­ar af sölu­tekj­um Sím­ans. Þeir fjár­mun­ir voru geymd­ir inni í Seðlabank­an­um og töpuðust eins og annað sem þar var í hrun­inu,“ sagði hann og hélt áfram:

„Málið hef­ur aft­ur verið tekið upp á und­an­förn­um árum og er í traust­um og góðum far­vegi í sam­eig­in­leg­um hópi rík­is­borg­ara Faxa­flóa­hafna, sem er að skoða Sunda­braut í göng­um og sam­an­b­urð við Sunda­braut á lág­brú á svæðinu til móts við Holta­veg,“ sagði hann að lok­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert