Lögreglu barst tilkynning um innbrot á hótel í miðborginni í dag. Ekki er þó vitað hverju var stolið, að því er segir í tilkynningu lögreglu.
Fram kemur einnig að kona hafi verið handtekin í Smáralind, grunuð um þjófnað.
Lögregla kveðst enn fremur hafa fjarlægt „ölvaðan og illa áttaðan“ farþega úr strætisvagni í Vesturbænum og komið honum á áfangastað.