Íslandshótel tapa milljarði á hálfu ári

Íslandshótel reka stærsta hótel landsins í turninum.
Íslandshótel reka stærsta hótel landsins í turninum. mbl.is/Baldur Arnarson

Íslandshótel, sem eru stærsta hótelkeðja landsins, töpuðu ríflega einum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta má lesa úr árshlutareikningi fyrirtækisins sem sendur var til Kauphallar Íslands í gær.

Fyrirtækið er með skráð skuldabréf á markaði þar. Í fyrra nam tap félagsins 183,6 milljónum króna yfir sama tímabil.

Sala á gistingu og veitingum dróst saman um rúma 2,5 milljarða og nam 2,1 milljarði króna á tímabilinu. Aðrar tekjur drógust einnig verulega saman. Námu 120 milljónum en voru 214 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins 2019, að því er fram kemur í umfjöllun um rekstur hótelsins í Morgunblaðinu í dag.

Rekstrarkostnaður dróst einnig verulega saman. Vörunotkun nam tæpum 332 milljónum og dróst saman um 52%. Laun og launatengd gjöld námu 1,3 milljörðum og drógust saman um tæp 47% og annar rekstrarkostnaður nam 576 milljónum og dróst saman um tæp 26%. Fjármagnsgjöld jukust á tímabilinu og námu 695 milljónum en voru 629 milljónir yfir samanburðartímabilið í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert