Tilraun verði gerð með sjálfkeyrandi strætó

Rafstrætisvagnarnir eru væntanlegir.
Rafstrætisvagnarnir eru væntanlegir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að Strætó ráðist í tilraunaverkefni með sjálfkeyrandi strætisvagna. Í tillögu sem þeir flytja um málið á fundi borgarstjórnar í dag er lagt til að skorað verði á stjórn Strætó að ráðast í verkefnið.

„Rekstur Strætó er þungur og tíðni ferða er lítil. Það blasir við að hægt er að fara betur með fjármuni með því að hefja sjálfkeyrslu, hægt er að auka tíðni ferða án þess að það kosti meira,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

Hann vekur athygli á því að mikil þróun sé í sjálfkeyrandi bílum og borgir í nágrannalöndunum séu að gera tilraunir með notkun þeirra í almenningssamgöngum. „Við Íslendingar erum framarlega í tækninni á ýmsum sviðum. Við eigum ekki að vera eftirbátar annarra varðandi samgöngur,“ segir Eyþór í Morgunblaðinu í dag, og getur þess að allar líkur séu á að sjálfkeyrandi bílar auki öryggi óvarinna vegfarenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert