Varað við norðanhríð

Varað er við slæmu veðri á fimmtudag og föstudag og …
Varað er við slæmu veðri á fimmtudag og föstudag og áhrifum þess á kindur til fjalla. mbl.is

Gul­ar viðvar­an­ir hafa verið gefn­ar út fyr­ir stór­an hluta lands­ins frá því síðdeg­is á fimmtu­dag fram á föstu­dags­kvöld. Spáð er norðan­hríð á Strönd­um, Norður­landi vestra og eystra, Aust­ur­landi að Glett­ingi og á miðhá­lend­inu.

Á Strönd­um og Norður­landi vestra tek­ur viðvör­un­in gildi klukk­an 17 á fimmtu­dag og gild­ir til klukk­an 18 á föstu­dag. „Útlit er fyr­ir norðahvassviðri eða -storm, 15-20 m/​s og tals­verða úr­komu. Hiti verður nærri frost­marki og því lík­legt að úr­koma falli sem slydda ofan 200 metra yfir sjáv­ar­máls og sem snjó­koma ofan ofan 400 metra. Veðrið gæti skapað vand­ræði fyr­ir bú­fénað, einkum kind­ur til fjalla. Lík­legt er að færð spill­ist á fjall­veg­um og ferðalang­ar á svæðinu ættu að huga vel að veður­spám.

Á Norður­landi eystra, Aust­ur­landi að Glett­ingi og á miðhá­lend­inu gild­ir viðvör­un­in frá því klukk­an 17 á fimmtu­dag til miðnætt­is á föstu­dag. „Útlit er fyr­ir norðan­hvassviðri eða -storm, 15-20 m/​s og tals­verða úr­komu. Hiti verður nærri frost­marki og því lík­legt að úr­koma falli sem slydda ofan 200 metra yfir sjáv­ar­máls og sem snjó­koma ofan 400 metra. Veðrið gæti skapað vand­ræði fyr­ir bú­fénaði, einkum kind­um til fjalla. Lík­legt er að færð spill­ist á fjall­veg­um og ferðalang­ar á svæðinu ættu að huga vel að veður­spám.“
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert