Vinna úr áfallinu

Leikmennirnir, úr Ungmennafélaginu Sindra úr Höfn í Hornafirði, eru allir …
Leikmennirnir, úr Ungmennafélaginu Sindra úr Höfn í Hornafirði, eru allir útskrifaðir af spítala. mbl.is/Golli

All­ir þeir sem slösuðust í rútu­slysi við Skafta­fell á föstu­dag hafa verið út­skrifaðir af spít­ala eft­ir minni­hátt­ar meiðsl og bein­brot. Dreng­irn­ir, sex tals­ins úr 4. flokki karla í knatt­spyrnu­fé­lag­inu Sindra, voru á heim­leið ásamt þjálf­ara eft­ir knatt­spyrnu­leik þegar slysið varð.

„Þeir nátt­úr­lega meidd­ust og þetta var mikið högg sem þeir fengu. Sum­ir fengu skurði í and­lit og við auga. En all­ir eru á bata­vegi og þetta horf­ir allt til betri veg­ar. Svo er bara að reyna að vinna úr áfall­inu, það er kannski stærsta málið núna,“ seg­ir Hjalti Þór Vign­is­son, formaður knatt­spyrnu­deild­ar Sindra. 

Bata­kveðjur frá for­set­an­um

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, sendi pilt­un­um bréf með bata­kveðjum. „Við erum búin að fá góðar kveðjur víðsveg­ar að, bæði frá KSÍ, öðrum fé­lög­um og meira að segja for­set­an­um. Við erum þakk­lát fyr­ir all­an þenn­an stuðning sem strák­arn­ir hafa fengið,“ seg­ir Hjalti. 

Marg­ir pilt­anna spila með þriðja flokki auk fjórða flokks og hef­ur því ein­um leik, sem átti að vera um helg­ina í þriðja flokki karla, verið frestað vegna slyss­ins. 

Við verðum að sjá hvort við náum hópn­um sam­an fyr­ir þá leiki sem eft­ir eru. Að öðru leyti ættu leik­ir ekki að riðlast hjá Sindra,“ seg­ir Hjalti. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert